Frí heimsending á vörum yfir 10.000 ISK. 2 til 3 dagar tekur að fá sendingu.

Um mig og söguna um vörurnar

Beauty by Iceland varð til þegar að Erna Hödd var að vinna sem flugfreyja hjá WOWair. Hún vildi viðhalda húðinni sinni sem best meðan hún var að fljúga, og á sem náttúrulegastan máta, án allra aukaefna. Þá áttaði hún sig á því að heima hjá henni á Fljótshólum var verið að henda mikið af útlitsgölluðu grænmeti, en grænmeti er einmitt fullt af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum sem er alltaf verið að bæta við snyrtivörur í dag. Þá fór á flug sú hugmynd hvernig væri hægt að nýta þetta hráefni í að gera húðvörur.

Að leysa hvaða vandamál?

Með því að notast við grænmeti sem fellur til við framleiðslu er fyrirtækið að sporna við ekki bara matarsóun heldur líka þeirri mengun sem getur orðið við að urða grænmeti. Einnig að hjálpa við og stuðla að sjálfbærni í snyrtivöruframleiðslu. Að sporna við matarsóun er eitthvað sem samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Eitt af stærstu vandamálum heimsins í dag er að það er verið að henda of miklum mat þar sem of mikið er framleitt. Að stuðla að sjálfbærni í snyrtivöruframleiðslu þannig að ekki þurfi að vera bæta tilbúnum efnum í þær húðvörur sem við erum að nota Beauty by Iceland er fyrirtæki sem er að þróa snyrtivörur úr íslensku grænmeti sem annars yrði hent vegna útlitsgalla. Þróunin endurspeglar víðtækari þróun í snyrtivöruiðnaði sem beinist að heilsu, vellíðan og náttúrulegum efnum úr afurð sem hingað til þekkist sem matvæli. Umhverfisheilbrigði er ákaflega mikilvægur þáttur í sjálfbærri hugsun og ekki síður í umönnun húðar sem hjálpar neytendum að einbeita sér að sjálfbærni og er endurnýjandi fyrir íslenskan landbúnað. Beauty by Iceland er með það markmið að geta framleitt vörur sem ekki eru einungis góðar fyrir neytendur heldur líka fyrir samfélagið. Með framleiðslunni er fyrirtækið að samtvinna nútíma snyrtivörur samhliða íslenskum landbúnaði. Það sem áður var fargað án frekari vinnslu eða sölu er nú nýtt hráefni. Einnig er stefnan að nýta þá þætti sem vitað er um tækni í þágu umhverfisins með því að draga úr mengun (t.d. með hreinsun og minni losun mengandi efna).